Tix.is

Um viðburðinn

Fimleikar

Dagana 5.- 8. apríl verður glæsileg fimleikaveisla í Laugardalshöll.

Þann 5. apríl keppir okkar besta hópfimleikafólk um Íslandsmeistaratitilinn og verður spennandi að sjá hvort kvennaliði Stjörnunnar tekst að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn.

Í áhaldafimleikum má búast við spennandi keppni þar sem allt okkar besta fimleikafólk er í toppformi, enda eitt stærsta landsliðasumar aldarinnar framundan.

Í karlaflokki verður gaman að sjá hvort strákarnir sem hafa tekið miklum framförum nái að velta Valgarð, núverandi Íslandsmeistara, úr toppsætinu.

Keppt verður í fjölþraut laugardaginn 7. apríl og í úrslitum á einstökum áhöldum 8. apríl en þar má búast við flugeldasýningu þar sem „allt eða ekkert“ viðhorfið er allsráðandi.


Fimmtudagur
 - Íslandsmót í hópfimleikum

  • Húsið opnar 18:30
  • Mótið hefst 19:15

Laugardagur - Fjölþraut í áhaldafimleikum

  • Húsið opnar 12:30
  • Mótið hefst 13:15

Sunnudagur - Úrslit á einstökum áhöldum í áhaldafimleikum

  • Húsið opnar 14:00
  • Mótið hefst 14:30