Tix.is

Um viðburðinn

Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónleikar Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í nóvember 2013 vöktu verðskuldaða athygli. Gagnrýnandi Morgunblaðsins kallaði þá „málmmessu áratugarins“ og komust færri að en vildu á þrenna tónleika. Upptaka frá tónleikum náði platínusölu og vegna fjölda áskorana er nú komið að því að Skálmöld og Sinfónían taki höndum saman á ný. Á tónleikum verður töluvert af nýju efni í bland við lög sem aðdáendur sveitarinnar þekkja í þaula.

Miðar á fyrstu tvenna tónleikana seldust upp á einungis 12 mínútum þegar þeir fóru í sölu í vikunni og komust því færri að en vildu. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 23. ágúst kl. 20:00. 

Miðasala á aukatónleikana hefst mánudaginn 9. apríl kl. 12:00. 

HLJÓMSVEITARSTJÓRI

Bernharður Wilkinson

KÓRAR
Karlakór Reykjavíkur
Kammerkórinn Hymnodia
Barnakór Kársnessskóla