Tix.is

Um viðburðinn

Frumflutningur á nýju kórverki eftir Steingrím Þórhallsson við ljóð Snorra Hjartarsonar.

Kór Neskirkju fagnar vori með frumflutningi á nýju kórverki í tólf þáttum eftir Steingrím Þórhallsson, stjórnanda kórsins. Verkið Harpa kveður dyra - Tólf blik og tónar er ofið úr tólf ljóðum Snorra Hjartarsonar.

Flutningur hvers þáttar hefst á ljóðalestri.

Flytjendur: Kór Neskirkju og Gunnar Þorsteinsson, þýðandi og þulur

Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson

Snorri Hjartarson var fæddur árið 1906 og lést liðlega áttræður árið 1986. Ljóðabækur Snorra urðu fjórar talsins: Kvæði (1944), Á Gnitaheiði (1952), Lauf og stjörnur (1966) og Hauströkkrið yfir mér (1979). Fyrir þá síðastnefndu hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1981. Árið 1986 sæmdi Heimspekideild Háskóla Íslands hann heiðursdoktorsnafnbót og er hann einn örfárra skálda sem hana hafa hlotið.

Steingrímur Þórhallsson (1974) er organisti og kórstjóri Í Neskirkju, menntaður á Íslandi og í Róm. Hann hefur jafnframt numið tónsmíðar í Listaháskóla Íslands og hefur samið fjölmörg píanóverk, orgelverk og kórverk ásamt verkum fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit.

Verkið er styrkt af tónskáldasjóði RÚV.

Vinsamlega athugið takmarkað framboð af miðum.