Tix.is

Um viðburðinn
Nú verður það tryllt!
Drekkhlaðin og stjörnum prýdd dagskrá þar sem ýmist lagið eða flytjandinn er þekkt sem svokallað legend í tónlistarheiminum. Við verðum í toppformi föstudaginn 25.maí næstkomandi kl. 21 í Salnum í Kópavogi. Lögin sem við tökum eru í skemmtilegum og krefjandi útsetningum en Gunnar kórstjóri hefur sett upp geggjaðar áskoranir fyrir okkur og við hlökkum til að sýna ykkur hvað við höfum tekið þeim vel. Á listanum eru t.d. Toto, The Doors, Earth wind and fire og Amy Winehouse ásamt fleirum, svo er bara að mæta á svæðið til að sjá hvaða aðrir listamenn komust á listann.
Tryggið ykkur miða strax!