Tix.is

Um viðburðinn

Hinn ástsjúki Doktor Proktor ferðast aftur í tímann í örvæntingarfullri viðleitni til þess að breyta sögunni. Hann vill reyna koma í veg fyrir brúðkaup sinnar heittelskuðu Juliette og hins hallærislega Kládíusar Klisju en hann hann festist óvart í fortíðinni! Lisa og Nilly, hinir ungu og dyggu aðstoðarmenn doktorsins verða því að ferðast á tímabaðkarinu aftur til fortíðar til þess að hjálpa honum! Það reynist vera hin mesta frægðarför í gegnum mannkynssöguna en þau rekast á Napóleon, sleppa rétt svo við fallöxina í frönsku byltingunni og heilsa upp á Jóhönnu af Örk sem var brennd á bálkesti fyrir galdra, eða hvað?

Doktor Proktor og tímabaðkarið er stórskemmtileg ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri um þrjá vini sem sem leggja allt í sölurnar til þess að bjarga mannkynssögunni og ástinni! Þetta er önnur myndin sem byggð er á vinsælum barnabókum Jo Nesbø um Doktor Proktor og vini hans!

Myndin er sýnd með íslensku tali og er jafnframt opnunarmynd Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík!