Tix.is

Um viðburðinn

Unglingar, Internetið, samfélagsmiðlar, tilfinningar, vanræksla, sambandsleysi. Markhópur: Unglingar frá 14 til 19 ára, kennarar, foreldrar. Innfædd (e. Natives) er leikrit eftir Glenn Waldron sem var frumsýnt í London á síðasta ári. Nú hefur það verið þýtt á íslensku og verður sýnt í Iðnó í apríl og maí.

Leikarar sýningarinnar eru Davíð Þór Katrínarson, Ísak Emanúel Róbertsson og Urður Bergsdóttir, leikstjóri er Brynhildur Karlsdóttir, allt ungt og upprennandi leikhúslistafólk. Þrír unglingar sem búa í þremur ólíkum heimshlutum, eiga sér ólíkan félagslegan bakgrunn, eru vanrækt af foreldrum sínum á ýmsan hátt, en á Internetinu eru þau heima, þar eru þau innfædd. Tveir drengir og ein stúlka eiga fjórtán ára afmæli þennan dag, þau leiða áhorfendur í gegnum einn dag í lífi sínu, dag þar sem samfélagsmiðlar og hinn alltumlykjandi snjallsími geta breytt lífi þeirra til frambúðar.

Þrátt fyrir að persónurnar virðist yfirborðskenndar og uppteknar af lítilfjörlegum hlutum, í það minnsta í augum fullorðinna, þá eru allt aðrir og mun alvarlegri hlutir sem krauma undir yfirborðinu. Hlutir eins og einmanaleiki, sambandsleysi, höfnun, kvíði, glötuð framtíðarsýn, fordómar gegn samkynhneigðum, börn og stríð, tilfinngaóreiða, klámmyndbönd og ungir drengir, óhófleg netnotkun, áhrif samfélagsmiðla á unglinga og flótti frá raunveruleikanum en þrá eftir nánd, réttlæti og betri framtíð. „Og hvar eru þau fullorðnu sem eiga að gera eitthvað? Hvar er fullorðna fólkið í þessari sögu?“ (Glenn Waldron, 2016)  Innfædd er ákall til kynslóðar sem eru að vaxa úr grasi í kaótískum heimi á internetinu.

Upplýsingar um aðstandendur sýningarinnar.

Höfundur: Glenn Waldron
Þýðandi/framleiðandi/aðstoð við leikstjórn: Hrafnhildur Hafberg
Leikstjóri: Brynhildur Karlsdóttir

Leikarar:
A: Urður Bergsdóttir
B: Ísak Emanúel Róbertsson
C: Davíð Þór Katrínarson
Lýsing/myndvinnsla: Aron Martin Ágústsson
Tónlist: Þormóður Eiríksson