Tix.is

Um viðburðinn

Listamannahverfið Neukölln í Berlín. Hinn ungi heyrnarlausi ADAM (20) stendur frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns þegar móður hans, alkóhólsjúkri teknótónlistarkonu, er komið fyrir á stofnun með heilabilun. Hún hafði látið hann lofa að hjálpa sér að deyja ef það myndi gerast. Adamhefur engan til að snúa sér til og ákveður að verða að ósk hennar. Eftir að hafa kynnst óléttri stelpu á Tinder er hann ekki lengur viss um að ákvörðunin sé rétt…

María Sólrún leikstýrir og skrifar handritið að Adam og framleiðir myndina ásamt Jim Stark og syni sínum Magnúsi Maríusyni sem jafnframt fer með aðalhlutverkið. Um er að ræða aðra kvikmynd Maríu Sólrúnar í fullri lengd. Fyrri mynd hennar, Jargo frá árinu 2004, var einnig valin til þátttöku á Berlínarhátíðinni 2018. 

Myndin er lokamynd Alþjóðlegrar kvimkyndahátíðar í Reykjavík 2018, en lokahátíðin, þar sem myndin er sýnd fer fram í Bíó Paradís laugardaginn 14. apríl kl 19:00. Adam fer að því loknu í almennar sýningar í Bíó Paradís. Myndin er sýnd með íslenskum texta. 

Framleiðslufyrirtæki/ Framleiðendur: María Sólrún, Jim Stark, Magnús Maríuson

Tónlist: Haraldur Þrastarson, Magnea