Tix.is

Um viðburðinn
ARG viðburðir kynna:

LOKSINS Á ÍSLANDI, ALVÖRU NÆNTÍS PARTÝ!

Eurovision-laugardagskvöldið 12. maí næstkomandi verður slegið upp næntís partýi sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Því þrjár af skærustu stjörnum tíunda áratugarins ætla að mæta og gera allt vitlaust í Valsheimilinu. 

Það verða engin smá nöfn sem munu troða upp þetta kvöld:

* 2 Unlimited 
* C&C Music Factory
* Corona 

Plötusnúðar kvöldsins verða ekki af verri endanum því að fjórir vinsælustu og bestu snúðar landsins frá þessu tímabili ætla að hita upp mannskapinn ásamt því að spila á milli atriða. 

Þeir eru:

DJ Kiddi Bigfoot
DJ Hlynur Mastermix
DJ Gunni Tutti Frutti
DJ Arnold Babyface

Einnig er von á nokkrum stórum íslenskum leyniatriðum. 

Ekkert verður til sparað til að gera gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta þetta kvöldið.

Forsala miða verður á tix.is og hefst fimmtudaginn 15. mars kl. 10:00. Engin þörf verður á að selja íbúðina til að komast í partýið því að miðaverðinu hefur verið stillt í algjört hóf og kostar litlar 5.500 kr. inn.

En þar með er ekki öll sagan sögð því að fyrstu 500 miðarnir verða á sérstöku forsölutilboði, aðeins 3.900 kr. 

Óli King opnar húsið kl. 22:30 og fyrsta atriðið fer á svið á miðnætti. 

Everybody dance now...