Tix.is

Um viðburðinn

Stórsýning sunnlenskra hestamanna er einn flottasti, fjölbreyttasti og skemmtilegasti hestatengdi viðburðurinn á Íslandi ár hvert. Sýningin samanstendur af fjölbreyttum atriðum sem eru við allra hæfi, glæsilegir stóðhestar, merar og vonarstjörnur framtíðarinnar.

Atriðin verða kynnt jafnt og þétt fram að sýningu á fésbókarsíðu viðburðarins - https://www.facebook.com/events/1009268185887603/

Sýning síðasta árs þótti mjög vel heppnuð og var vel sótt af áhorfendum. Mörg af þeim hrossum sem komu fram á sýningunni í fyrra áttu eftir að láta að sér kveða í sýningum og keppni árið 2017. Sýningin í ár verður ekki viðaminni og verða atriði á henni kynnt þegar nær dregur.

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu þann 29. mars 2018!