Tix.is

Um viðburðinn

Húmor og hold - daður og dónó!

Hinn ótrúlegi Reykjavík Kabarett slær upp sumarsýningum í júní!  Íslenska kabarettfjölskyldan mun láta ljós sitt skína ásamt einvalaliði gesta. Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist... með skvettu af fullorðinsbröndurum og er púsluspil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Erlendir og íslenskir gestir koma héðan og þaðan og verður engin sýning eins. Nánar má lesa um hverja sýningu fyrir sig á https://www.reykjavikkabarett.com/sumarsyningar - og ef fólk á í vandræðum með að ákveða sig þá er hér próf til að glöggva sig á hvaða sýning hentar best: https://bit.ly/2HJXI6U

Það er 18 ára aldurstakmark á sýninguna. Frjálst sætaval og takmarkaður fjöldi miða í boði. Athugið að uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu kabarettsins hingað til. Við minnum einnig á að ekki þarf að skilja íslensku til að njóta þessarar sjónrænu sýningar svo hún er tilvalin fyrir þá sem eru með erlenda gesti í heimsókn. 

Salur er opnaður hálftíma fyrir sýningu og er frjálst sætaval. Sýningin er bönnuð innan 18 ára og myndatökur eru með öllu bannaðar. Sýningin er ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans