Tix.is

Um viðburðinn

Poppópera um lofttæmingu


Vakúm merkir lofttæming eða tómarúm og tengja margir vakúmpakkningum eða vakúmryksugum. Vakúm er einnig hugtak í eðlisfræði og á við rými sem inniheldur hvorki neitt efni né nokkra rafsegulgeislun og hefur loftþrýsting 0 Pa. Í tómi örsamfélagsins Vakúms standa fimm söngvarar og dansarar á sviði og takast á við það verkefni að skapa eitthvað úr engu; regla verður að óreiðu, samhverf og ósamhverf mynstur verða til, þögnin fæðir af sér söng. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, danshöfundur, hefur í fyrri sviðsverkum leitast við að varpa nýrri sýn á samband og möguleika þessara tveggja miðla; tónlistar og danslistar.


Aðstandendur: Höfundur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir 

Tónlist: Árni Rúnar Hlöðversson 

 Texti: Auður Ava Ólafsdóttir 

Leikmynd og búningar: Magnús Leifsson og Arnar Ásgeirsson 

Dramatúrg: Halldór Halldórsson 

Kór og kórútsetningar: Kristjana Stefánsdóttir 

Ljósahönnun: Hafliði Emil Ragnarsson 

Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson 

Flytjendur: Auðunn Lúthersson, Ásgeir Helgi Magnússon, Elísa Lind Finnbogadóttir, Gunnar Ragnarsson og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir 

Framkvæmdarstjóri: Ragnheiður Maísól Sturludóttir 

Verkefnið er styrkt af Leiklistarráði og Reykjavíkurborg og unnið í samstarfi við Tjarnarbíó.