Tix.is

Um viðburðinn

Á þessum degi fyrir 35 árum síðan var stofnaður Kvennalisti í Reykjavík sem bauð fram til alþingis 1983. Það er við hæfi að fagna því sem vel er gert og Kvennalistinn breytti Íslandssögunni til frambúðar. Við viljum fagna því í Hannesarholti þriðjudagskvöldið 13.mars kl.20.

Sýnt verður úr heimildamyndinni „Hvað er svona merkilegt við það?“

„Kvennalistabörn segja frá“ og Margrét Rún Guðmundsdóttir Kvennalistakona kemur frá Þýskalandi og segir frá kvennabaráttunni þar í landi.

Loks verða umræður og Kvennalistakonur sitja fyrir svörum.

Innifalið í miðaverði er uppáhellt kaffi og te. Takmarkaður sætafjöldi og því er mikilvægt að kaupa miða fyrirfram.