Tix.is

Um viðburðinn

Skemmtilegasti viðburður ársins - Árshátíð Pole Sport - verður haldinn þann 17.mars á Restaurant Reykjavík og hefst húllum hæið kl.18 á eftri hæð hússins. 

ÞEMA KVÖLDSINS ER LITAGLEÐI  svo nú geymum við svörtu fötin heima og fyllum húsið litadýrð !!

Maturinn er sko ekki af verri endanum og hægt er að velja Alætu eða Vegan matseðil.

Alætu matseðill:

Forréttur: Humarsúpa

Aðalréttur: Beef Wellington

Eftirréttur: Súkkulaðimús

Vegan matseðill: 

(er í vinnslu og verður deilt inná eventið)

Þar sem þetta er uppskeruhátíð okkar er gaman að líta um öxl og sjá hverjar framfarirnar hafa orðið á liðnu ári og því hvetjum við alla til að taka þátt í skemmtilegri kosningu inn á "Pole hópurinn" á fb.

Til að kvöldið verði enn skemmtilegra óskum við eftir skemmtiatriðum og er áhugasömum bent á að hafa samband við skemmtinefnd til að hægt sé að púsla dagskránni saman :D 

Frábært er að byrja strax í undirbúningi fyrir kvöldið að taka myndir, sem hægt verður svo að sjá á skjá á árshátíðinni, muna bara að nota #arsps18 

Svo sjáumst við eiturhress og kát !! 

Stuðkveðjur - skemmtinefndin :)