Tix.is

Um viðburðinn

Crescendo birtist okkur ekki sem hápunktur, heldur sem þögul alda. Hún líður hljóðlega hjá gegnum þrjá líkama, samofna í  flæði síbreytilegra hreyfinga, söngva og hlustunar.

Þessi sóló hins þrefalda höfuðs, raddar og líkama, skapar rými fyrir mikla mýkt, umönnun og natni, þar sem þrjár konur vinna að því að verða ein.  

Með þessu nýja dansverki, Crescendo, þá sækir danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir í sögu líkamlegrar vinnu kvenna og sérstaklega til endurtekinna hreyfinga og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna.

Katrín Gunnarsdóttir hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir frumlegar og ögrandi sýningar sem hafa verið sýndar víða hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem dansari ársins 2017 fyrir sólóverkið Shades of History sem sýnt var í Tjarnarbíó á síðasta leikári við frábærar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Meira á: www.katringunnarsdottir.com


Kreditlisti:

Danshöfundur: Katrín Gunnarsdóttir
Dansarar: Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir
Sviðsmynd og búningar: Eva Signý Berger
Hljóðmynd: Baldvin Magnusson
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson 
Dramatúrgía: Alexander Roberts og Ásgerður G Gunnarsdóttir


Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó
Í samvinnu við: Bora Bora, Dansearena Nord,Dansverkstæðið, Kunstencentrum BUDA, wp Zimmer.
Styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg