Tix.is

Um viðburðinn

Helgi Björns verður 60 ára þann 10. júlí næstkomandi og af því tilefni blæs hann til glæsilegra stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. september.

Helgi fer yfir allan ferilinn dyggilega studdur af húsbandi skipuðum færustu hljóðfæraleikurum landsins, bakröddum og góðum gestum. Ekkert verður til sparað í umgjörðinni til að tónleikarnir verði sem eftirminnilegastir og ljóst að tónleikagestir eiga gott í vændum.

Tónleikarnir og allt varðandi miðasöluna verður nánar kynnt innan skamms, fylgist með…

Umsjón: Sena Live