Tix.is

Um viðburðinn

DAGSKRÁ
16:00 – Miðasala og afhending hefst
20:00 – Húsið opnar
21:00 – Tónleikar hefjast
22:10 – Hlé í um 20 mínútur
23:30 – Áætlaður endir*
*Dagskráin getur riðlast og er birt með fyrirvara

MIÐASALA
– Uppselt er í A+ og A svæði. Örfáir lausir í B og C svæði.
– Tix verður með sölu og  miðaafhendingu í Höllinni frá kl 16.

ALDURSTAKMARK
– Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.

VEITINGAR
– Veitingasala verður á báðum hæðum Hallar.
– Óáfengir og áfengir drykkir í boði sem og pizzusneiðar.

AÐSTAÐA
– Hjólastólasvæði verður í salnum. Gæslan vísar veginn.
– Fatahengi verður á staðnum.

VARNINGUR
– Sérstakur Helgi Björns  varningur verður til sölu á staðnum.

-------

Helgi Björns varð 60 ára þann 10. júlí og af því tilefni blæs hann til glæsilegra stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. september.

SÉRSTAKIR GESTIR: Emmsjé Gauti, Högni og Ragga Gísla.

Helgi hefur átt gifturíkan feril sem söngvari, leikari og athafnamaður.  Hann hefur leitt hljómsveitir eins og Grafík, SS Sól, Reiðmenn vindanna og Kokteilpinnana; gefið út tónlist með þessum sveitum og í eigin nafni og er fyrir löngu orðinn samofinn þjóðarsálinni með lögum sínum og textum.

Og nú til að fagna löngum og farsælum ferli á að tjalda öllu til. Helgi mun fara yfir allan ferilinn dyggilega studdur af húsbandi skipuðum færustu hljóðfæraleikurum landsins, bakröddum og góðum gestum.

Höllinn verður sett í afmælisgír – risaskjáir, sérsmíðað svið, brjálað hljóðkerfi og engu til sparað.

Hjómsveitina skipa:
Guðmundur Óskar Guðmundsson  - Bassi og hljómsveitarstjórn
Hrafn Thoroddsen - Hljómborð
Ingólfur Sigurðsson - Trommur
Kjartan Hákonarson - Trompet
Kjartan Valdemarsson - Hljómborð
Ómar Guðjónsson - Gítar
Óskar Guðjónsson - Saxófónn
Samúel Jón Samúelsson - Básúna
Stefán Már Magnússon - Gítar
Tómas Jónsson - Hljómborð
Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Trommur

Ekki missa af risa afmælistónleikum á heimsmælikvarða!

Eingöngu er selt í númeruð sæti og fjögur verðsvæði eru í boði:
A+ svæði:         12.990 kr       (appelsínugult, gólf) - UPPSELT
A svæði:             9.990 kr       (rautt, gólf)
B svæði:             8.990 kr       (blátt, stúka)
C svæði:             6.990 kr       (grænt, stúka)

Sjá mynd af sal hér

Umsjón: Sena Live