Tix.is

Um viðburðinn

Á næstu vikum ætlar SALT Kitchen & Bar að bjóða uppá matar- og vínsmökkun á fallegri efri hæð staðarins.

Námskeiðin eru frábær fyrir alla sem hafa áhuga á framúrskarandi íslenskri matseld og hvernig para megi úrvals vín við réttina.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir pör, vina- og starfsmannahópa.

Á matseðli kvöldsins verða 6 vinsælustu réttir SALT Kitchen & Bar með 6 sérvöldum vínum.

Umsjónarmaður kvöldsins verður vínsérfræðingurinn Rúnar Guðmundsson og mun hann leiða gestina í gegnum réttina og vínin.

Réttir sem verða smakkaðir:
- Nauta carpaccio
- Grafinn lax
- Lambafille og lambaskanki
- Pönnusteikt langa
- Súkkulaðikaka og vanilluís
- Cremé Bruleé

Námskeiðin verða haldin 8. mars, 22. mars og 12. apríl.

30 manns komast á hvert námskeið.

Verð: 6.900 kr. á mann.

20 ára aldurstakmark