Tix.is

Um viðburðinn

Tónkvíslin 2018 verður haldin laugardaginn 17. mars í íþróttahúsi Framhaldsskólans á Laugum. Þetta er einn flottasti menningarviðburður Norðurlands sem enginn má missa af!

Á Tónkvíslinni munu 20 keppendur etja kapp um Tónkvíslina, verðlaunagrip keppninnar. Sigurvegarinn mun öðlast rétt til þátttöku í Söngkeppni framhaldsskólanna nú í vor. Helgi Björns mun skemmta í hléi meðan dómnefnd kemst að niðurstöðu um sigurvegara.

Þó Tónkvíslin hafi upphaflega komið til sem framhaldsskólasöngkeppni hefur hún þróast út í mun stærri viðburð með keppendum úr framhaldsskólanum og efstu bekkjum grunnskóla allt frá Vaðlaheiði austur á Vopnafjörð. Veitt eru verðlaun bæði í keppnishóp framhaldsskólanema og keppnishóp grunnskólanema.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar lýsti Tónkvíslinni þannig að öll umgjörð hennar hefði verið metnaðarfyllri en hjá Söngvakeppni Sjónvarpsins þegar hann kom sem dómari á Tónkvíslina árið 2016. Umgjörðin sem Þorvaldur Bjarni talar um er skipulögð og sett upp af nemendum FL með aðstoð frá færasta tækniliði landsins (ásamt hæfileikaríkasta tónlistarfólks Íslands).

Miðaverð á Tónkvíslina 17. mars er 3.000 kr.

Takmarkaður sætafjöldi svo það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst!