Tix.is

Um viðburðinn

Nostalgískur rithöfundur byrjar á miðnæturgöngum sínum að ferðast til tímabilsins sem hann hefði viljað vera uppi á; París á þriðja áratugnum. Þar kynnist hann Týndu kynslóðinni ásamt blæbrigðum næturinnar, óttanum og ástinni.

Týnda kynslóðin er listaflóra Parísar á þriðja áratug tuttugustu aldar og samanstóð af frægum listamönnum, til dæmis Zelda og Scott Fitzgerald, Hemingway, Salvador Dali, Sonia Delaunay, Djuna Barnes og Gertrude Stein. Þessi kynslóð ólst upp á tíma fyrri heimstyrjaldarinnar og upplifði og hrærðist í andrúmsloftinu sem lagðist yfir þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Lífstíll þeirra einkenndist af veisluhöldum, dansi, gleði, drykkju, vináttu, rökræðum sem mótaði mörg af þekktustu listaverkum sögunnar, í ritlist, myndlist, leiklist og tónlist.

Verkið sem Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setur upp hefur ekki verið svona stórt í mörg ár en yfir 60 manns koma að sýningunni. Höfundur leikgerðarinnar og leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson en honum til halds og trausts er danshöfundurinn og listræni aðstoðarmaðurinn Guðmundur Elías Knudsen ásamt búningahönnuðinum Fanney Sizemore. Benedikt Axelsson er ljósahönnuður, Anna Kristín Vilhjálmsdóttir aðstoðarleikstjóri og förðunarstjóri, Hjalti Nordal tónlistarstjóri, Björg Steinunn Gunnarsdóttir grafískur hönnuður og ritstýra ritnefndar, Magnús Thorlacius markaðsstjóri og Diljá Nanna Guðmundsdóttir sýningarstjóri.

20% af ágóða sýningarinnar rennur til Stígamóta, stofnun sem berst gegn kynferðislegu ofbeldi og veitir aðstoð fyrir þá sem hafa verið beittir slíku ofbeldi.