Tix.is

Um viðburðinn

Nú gefst skagfirðingum í Reykjavík og öðrum loksins tækifæri aftur að heyra og sjá tónleikana sem slóu svo rækilega í gegn á Sæluvikunni á Sauðárkróki og í vetur í Salnum Kópavogi. En það seldist upp á báða þessa tónleika. Vegna fjölda áskoranna mætum við aftur í Salinn og flytjum ykkur fallegu skagfirsku danslagaperlurnar sem Haukur Þorsteins, Muni, Ninni, Svenni, Geiri, Steini, Gunnar Páll og fleiri gerðu ódauðlegar á Króknum. 

Söngvararnir Geirmundur Valtýsson, Pétur Pétursson frá Álftagerði, María Ólafsdóttir, Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Óli Ólafsson, Svavar Knútur og Sigvaldi Helgi Gunnarsson flytja okkur dægurlagaperlur m.a eftir Eyþór Stefánsson, Guðrúnu Gísladóttur, Geirmund Valtýsson, Ragnheiði Bjarman, Þorbjörgu Ágústdóttur, Angantýssystkinin, Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum og marga fleiri. 

Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Þórólfur Stefánsson, bassaleikari er Jón Rafnson,  Agnar Már Magnússon leikur á píanó og Halldór G Hauksson á trommur.

Kynnir: Valgerður Erlingsdóttir

Hugmynd og viðburðarstjórnun: Hulda Jónasdóttir

Lagaval: Hulda Jónasdóttir og Þórólfur Stefánsson

Útsetningar: Þórólfur Stefánsson

Hljóðmaður: Sigfús Arnar Benediktsson