Tix.is

Um viðburðinn

Dagskrá kvöldsins:

18:00 - Miðasala og afhending hefst í Háskólabíói
19:00 - Húsið opnar
19:30 - Salur opnar
20:00 - Trailer Park Boys - Fyrri hluti
21:00 - Hlé (20 min)
21:20 - Trailer Park Boys - Seinni hluti
22:20 - Áætluð lok*
* Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara um breytingar

Almennt:             9.990 kr.      (örfái sæti eftir)
Platínum sæti:  11.990 kr.      (uppselt)

Strákarnir í Trailer Park Boys reyna á samvisku og sómakennd áhorfenda með óviðjafnanlegum og meinfyndnum hætti, en nú er komið að þeim að sýna villtustu hliðar sínar í Háskólabíói þann 26. september.

Hópurinnsamanstendur af hinum treggáfuðu og stórfurðulegu Ricky, Julian, Bubbles og Randy, sem hafa eytt öllu lífi sínu í hjólhýsahverfinu Sunnyvale í Kanada. Þeir félagar eru þekktir fyrir tilraunir sínar til þess að græða pening með einföldum og auðveldum hætti en mistekst ávallt og læra seint sína lexíu, sama hversu oft þeir lenda í fangelsi.

Þríeykið hefur slegið verulega í gegn í Bandaríkjunum og víða með ýktu heimildarþáttum sínum þar sem óheflaði húmor þeirra er allsráðandi. Auk sjónvarpsþáttana hefur hópurinn gert garðinn frægan með ýmsum uppistöndum og kvikmyndum.

Nú mæta þessir félagar til Íslands með splunkunýja sýningu til að kæta og fræða áhorfendur um óvenjulegu vináttu sína, skilyrðislausu ást sína á heimaslóðunum í Sunnyvale og reynslusögur sem eru engum líkar.

Umsjón: Sena Live