Tix.is

Um viðburðinn

Það verða tímamót á næstunni í Breiðholtskirkju, tjaldkirkjunni á gatnamótunum.

Tímamótin eru 30 ára vígsluafmæli kirkjunnar, 45 ára afmæli kórins, og 20 ára afmæli orgels kirkjunnar. Og þess má einnig geta að á næsta ári eru 120 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins Jóns Leifs.

Kór kirkjunnar heldur tónleika af þessum tilefnum laugardaginn 3. mars klukkan 17:00 í Breiðholtskirkju.

Tónleikarnir eru hluti af afmælishátíð kirkjunnar, en afmælismessa verður sungin þann 18. mars.

Á efnisskránni 3.mars verða sálumessa (Requiem) eftir Gabriel Fauré (1845-1924), Requiem og Kyrie Op 5 eftir Jón Leifs (1899-1968) auk nokkurra íslenskra sálmalaga í útsetningu Jóns. Kyrie (miskunnarbæn) fyrir orgel og kór hefur mjög sjaldan verið flutt opinberlega.

Requiem samdi Jón til minningar um dóttur sína Líf, en hún drukknaði aðeins 17 ára gömul. Það var vandi hennar að synda á milli tveggja eyja undan strönd Svíþjóðar á hverjum morgni, uþb kílómeters leið, en þar kom einn morguninn að veðurútlit var ekki gott og varaði hana sjómaður nokkur við sundinu en hún lét það ekki hafa áhrif á sig. Þetta var föður hennar, Jóni, yfirþyrmandi harmur.

Líf, dóttir Jóns Leifs, 15 ára gömul, á þeim stað þar sem hún lagði til sunds í síðasta sinn tveimur árum seinna.

Auk kórsins koma fram á tónleikunum þau Ágúst Ólafsson bassasöngvari, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, Elísabet Waage hörpuleikari, Steingrímur Þórhallsson orgelleikari og Ásta Sigríður Arnardóttir söngkona.

Einnig kemur fram stúlknakór í verki Jóns Leifs Kyrie Op.5

Stjórnandi kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon.