Tix.is

Um viðburðinn

Við höfum ákveðið að bjóða upp á örfá sæti á Billy Idol í salnum- ath þau eru ónúmeruð og ekki með sætisbaki.

Billy Idol var einn helsti áhrifavaldur hvað varðar hljóm, stíl og ofsa pönksins. Með sitt hæðnisfulla glott og hnefann á lofti varð hann einn af stórstjörnum MTV og fyllti síðan heilu leikvangana hvar sem hann spilaði. Hann hefur selt meira en 40 milljón plötur og hlotið fjölmargar platínuplötur um heim allan, náð níu lögum inn á topp 40 listann í BNA og tíu í Bretlandi, þ.á.m. „Dancing With Myself“, „White Wedding“, „Rebel Yell“, „Mony Mony“, „Eyes Without a Face“, „Flesh For Love“, og „Cradle of Love“.

Billy Idol þykir einn besti textasmiðurinn innan pönksins og hann var frumkvöðull í að koma anda og ákafa pönksins á dansgólfið með auðþekkjanlegu grúvi sem einkennist af rockabilly – örvæntingu og úrkynjun rokksins. Billy snéri aftur í sviðsljósið haustið 2014 með tveimur frábærum plötum sem marka síðasta kaflann í langri og ótrúlegri sögu tónlistarmanns, sonar og föður sem var kominn út á ystu nöf eiturlyfjaneyslu og heimtist nánast úr helju, sem og uppreisnarmannins sem fangar hug allra með ákalli sínu.

Með sjálfsævisögu sinni Dancing With Myself náði Billy inn á metsölulista New York Times, en hún þykir listilega vel skrifuð, rafmögnuð og miskunnarlaus frásögn á vegferð hans, allt frá því að hann fór fyrir pönksveitinni Generation X yfir í úrkynjað líferni sem einkenndist af ástríðu hans á kynlífi, eiturlyfjum, rokki og mótorhjólum.

Athugið að 18 ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Húsið opnar 19:00

Rock Paper Sisters með Eyþór Inga Gunn­laugs­son í broddi fylk­ing­ar mun hita upp fyr­ir Billy Idol, hljóm­sveit­in er það ný­stofnuð að tón­leik­arn­ir verða þeir fyrstu sem hljóm­sveit­in mun koma fram á.

White Wedding