Tix.is

Um viðburðinn

Barndom er heimildarmynd  um börn og hvernig þau leika sér á sínum eigin forsendum. Við fylgjumst með ári í lífi barna á aldrinum 1-7 ára í Aurora leikskólanum.  Við fáum að fylgjast með leikjum þeirra, leikjum sem fullorðnir skilja oft ekki.

Hvernig byggjum við upp öruggt samband og traust í sambandi fullorðinna og barna? Kvikmyndin dregur upp mynd af því sem börn þurfa raunverulega, þvert á viðurkennd viðmið.  Hún er gott innlegg í umræðuna um hlutverk leikja í lífi barna og mikilvægi vináttu þeirra á milli.

„Ég hef áhyggjur af því að við, sem foreldrar og sem samfélag, erum að fara á mis við svo margt í persónuleikum barna af því að við erum alltaf að setja þau í sama boxið “   – Margreth Olin

Enskur texti og aðgangur er ókeypis

Sýnishorn


Childhood /Barndom

(NO – 2017) 
1 klst. 30 mín – Heimildarmynd 

Leikstjóri: Margreth Olin