Tix.is

Um viðburðinn

Hefur þú upplifað stund þar sem þú lékst á als oddi? Jafnvel dag sem þú varst upp á þitt allra besta. Samskipti gengu frábærlega, hugmyndaauðgi í hámarki, hugrekki, orka, og ástríða alls ráðandi. Þetta tilfinningalega ástand sem sumir kalla „sónið“ þar sem við erum óstöðvandi.

Getur þú rifjað upp slíka stund eða dag? Hvað ef þú gætir kveikt á þessu ástandi þegar þér hentar? Hvað gæti það gert fyrir þig?

Einn stærsti áhrifaþáttur á frammistöðu, árangur og hamingju er það venjubundna tilfinningalega ástand sem við upplifum dag frá degi. Þetta er aflið sem getur flutt fjöll! Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi er námskeið þar sem við lærum að örva taugakerfið til að komast í það sem ég kalla:?

TOPP-TILFINNINGALEGT-ÁSTAND

Markmið:
Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum og bæta gæði allra ákvarðanna og athafna.

Námskeiðið er þrjár klukkustundir, þar sem virk þátttaka og gleði ráða ríkjum. Það skiptist upp í þrjá hluta:?

#1 upplifun 
#2 skilning 
#3 þjálfun

Að námskeiðinu loknu tekur við 5 daga eftirfylgni yfir netið í gegnum lokaðan fésbókar-hóp, tölvupósta.

Námskeiðið verður haldið fimtudaginn 15.febrúgar, í Heilsu & Spa, Ármúla 8 (Hótel Ísland)

Kl.18:00 til 21:00.

Verð: 13.900

Lúxus í lokin! Að námskeiðinu loknu verður sérstök opnun í Spa-svæði heilsulindarinnar aðeins fyrir okkur, þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að fullkomna upplifunina með lúxus slökun í góðum félagsskap. Við hvetjum því alla til að taka með sér sundfatnað og handklæði.

"Þetta námskeið var F R Á B Æ R T! Tær snilld, bomban sem maður þarf....það mikil snilld að ég hef farið tvisvar og á pottþétt eftir að fara aftur. Bjartur gerði þetta svo mannlega, af svo mikilli alúð og jákvæðni að það smitaði mann algjörlega. Þetta var svo vel sett upp, með góðum æfingum að þegar maður gekk út þá var maður svo tilbúin að sigra lífið (AKKERI (you‘ll get it one day))–ég er ekki að grínast, mér leið eins og ég gæti allt eftir námskeiðið, leið eins og algjörum sigurvegara! Það meikaði líka allt svo mikið sens sem hann var að tala um –auðvitað verða tilfinningarnar að vera í brjálæðislegu góðu jafnvægi til að sigra lífið"

- CATIA ANDREIA DE BRITO, Manager - Icelandair Hotel Reykjavík Marina

Sjáðu hvað fólk hefur um námskeiðið að segja Hér

Loforð um gæði: Ef þú ert ekki sátt/ur við námskeiðið þarftu einungis að senda tölvupóst eða skilaboð á Optimized Performance innan 12 klst eftir námskeiðið og ég endurgreiði þér námskeiðið að fullu!

Myndband