Tix.is

Um viðburðinn

Það hefur löngum verið sagt að febrúar sé með allra skemmtilegustu mánuðum og í ár verður þar engin breyting á. Dr. Spock þeysast fram á vínylvöllinn með stórkostlegan óð til gleðinnar sem ber nafnið Leður. Guli hanskinn er aldrei langt undan og sækir frekar á ef eitthvað er. En þeir láta ekki þar við sitja heldur hlaða í útgáfutónleika á Húrra á útgáfudaginn 16. febrúar nk. Dr. Spock er með allra skemmtilegustu tónleikasveitum og verður ekkert sparað og öllu til tjaldað á Húrra þetta kvöld.

Miðasala er hafin á tix.is en þar má einnig tryggja sér vínylinn á sérstökum kostakjörum. Húrra er að vanda opið frá kl. 17 en dagsrká hefst kl. 21 og mun Dj Matti sjá um að hita upp gesti þangað til að Dr. Spock stígur á svið. Stundvísir gestir fá glaðning á barnum.

Nefndin

20 ára aldurstakmark