Tix.is

Um viðburðinn

Hin frábæra hljómsveit Cock Robin mun halda sannkallaða nostalgíutónleika laugardagskvöldið 15. september í Eldborgarsal Hörpu og skemmta landanum með eftirminnilegum tónleikum. Lög hljómsveitarinnar eru í miklum vinsældum og margir íslendingar sem þekkja smelli á borð við Just Around the CornerThe Promise You Made, When Your Heart Is Weak og I Thought You Were on My Side frá því á 80's tímabilinu, en þessi lög urðu gríðarlega vinsæl í Evrópu og á Íslandi.

Það má því búast því að við fjöldi minningarbrota streymi fram í huga tónleikagesta í magnaðri stemningu þegar allir helstu smellir þessa frábæra bands verða fluttir umrætt laugardagskvöld. Um er að ræða einstakt tækifæri til að sjá hljómsveitina á sviði, í fyrsta sinn í Hörpu!

Miðasala hefst föstudaginn 2. febrúar

Þessi lög munu meðal annars hljóma á tónleikunum. 

 https://www.youtube.com/watch?v=dRnNpLOhn1Q

 https://www.youtube.com/watch?v=o17HJDwMqn4

 https://www.youtube.com/watch?v=sc530KCXCSk

 Góða skemmtun 

Umsjón: Vista Expo