Tix.is

Um viðburðinn

Það þarf vart að kynna hinn fjölhæfa og óviðjafnanlega Jógvan Hansen, en hann mun ásamt landsliðinu í ´swingi´ og jazzi flytja helstu smelli Dean Martin og Frank Sinatra þann 13. apríl í Salnum, Kópavogi.  Með Jógvani leika þeir Sigurður Flosason, Agnar Már Magnússon, Jóhann Hjörleifsson og Gunnar Hrafnsson.

Sérstakur gestur er enginn annar en Dalvíkingurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson.

Jógvan og Friðrik Ómar hafa langa reynslu að syngja og skemmta saman og eru þeir félagar þekktir fyrir lífleg innslög á milli laga á tónleikum sínum.

Á tónleikunum verða teknir slagarar á borð við Fly me to the moon, New York New York, My way, Volare, Thats Amore, Everybody loves sombody.

Þetta verður einstaklega skemmtileg tónlistarstund sem enginn má láta framhjá sér fara.

Hljóðmeistari: Hafþór Karlsson