Tix.is

Um viðburðinn

Verið hjartanlega velkomin í páskakakó á annan í páskum mánudaginn 2. apríl í Ljósheimum, Borgartúni 3. Við munum drekka 100% hreint kakó, hugleiða, gera öndunaræfingar, fara í tónferðalag, opna hjörtun okkar fyrir dýpri sjálfsást og kærleik til annarra. Við sköpum rými til dýpka tenginguna við innra sjálfið og finna fyrir friðsæld. Athöfnin hefur yfirskriftina fyrirgefning en þér er velkomið að setja þinn eigin ásetning og vinna með það sem þú þarft. Konur og karlar eru velkomin og engin reynsla af hugleiðslu er nauðsynleg.

Kakóið sem við drekkum kemur frá regnskógum Guatemala og er sannkölluð súperfæða. Cacao innheldur yfir 1000 efni, mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu í heiminum, króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur, tryptophan, og serótónin svo eitthvað sé nefnt. Kakó er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur PEA, efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical" hefur aðeins fundist í einni plöntu - Cacao. 

Gerðu ráð fyrir öllum eftirmiðdeginum í þessa kakóathöfn og mælt er með að gera engin plön fyrr en eftir kl. 18. Athöfnin fer fram í Ljósheimum og hefst kl. 14. 

Athöfnin kostar 5700 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram. Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst á kamilla@kako.is. 

Stundina leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hún hefur notað kakóið til að fara dýpra í hugleiðslu og yogaiðkun og kakóið hefur reynst henni dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu. Hún hefur haldið reglulegar kakóathafnir, kakóhugleiðslur og KakóRó í Ljósheimum, Jógastúdíó og yogasal Oddsson. Hér má finna Kakó með Kamillu á Facebook.

Nokkur góð ráð fyrir athöfn:
-Borðaðu eingöngu létta máltíð fyrir athöfn og helst nokkrum tímum áður en hún hefst. Það er líka í boði að fasta.
-Ekki er ráðlagt að drekka kaffi sama dag og athöfnin fer fram.
-Áfengi og kakó fara ekki mjög vel saman og því ráðlagt að drekka ekki áfengi kvöldið áður. 
-Klæðstu þægilegum fatnaði. Það eru teppi og púðar á staðnum.
-Láttu mig vita ef þú tekur inn geð- eða og hjartalyf og ég get ráðlagt þér hvort eða hversu mikið kakó gott er að drekka. 
-Komdu með opin hug og settu þér jafnvel ásetning ef það er eitthvað sem þú vilt vinna sérstaklega með. 
-Það er góð hugmynd að taka með orkustöng, ávöxt eða smá nasl til að hafa við höndina strax eftir að athöfn lýkur. Maður finnur ekkert fyrir svengd í athöfninni sjálfri en hún getur síðan blossað upp strax á eftir.