Tix.is

Um viðburðinn

Flestir þekkja Michael Bublé, Kanadíska söngvarann geðþekka. Hann varð heimsfrægur árið 2005 með plötu sinni "It's Time" og 2007 með "Call Me Irresponsible" sem náði toppnum í fjölmörgum löndum. Bublé kom jazz-tónlistinni aftur á popp-vinsælarlistana og hefur selt yfir 55 milljónir platna um heim allan. 

 Á tónleikunum í Salnum mun léttleiki og hamingja vera í fyrirrúmi hjá þeim Arnari Dór, Arnari Jóns og Páli Rósinkranz ásamt stórri hljómsveit. Þeir munu flytja frumsamin lög Bublé á borð við "It's a Beautiful Day", "Lost", "Everything" og "Home" ásamt fjölmörgum tökulögum sem hann hefur endurvakið í gegn um tíðina og sett í jazz- og blús-búning t.d. "Fever", "Feeling good", Georgia on my mind" o.fl. 

 

Fram koma:

Arnar Dór - Söngur

Arnar Jóns - Söngur

Páll Rósinkranz - Gestasöngvari

Óskar Einarsson - Hljómborð

Páll Elfar Pálsson - Bassi

Jón Borgar Loftsson - Trommur

Pétur Erlendsson - Gítar

Rafn Hlíðkvist Björgvinsson - Píanó

Alma Rut - Söngur og raddir

Ásamt Brasssveit Óskars Einarssonar