Tix.is

  • Frá 01. febrúar
  • Til 02. mars
  • 4 dagsetningar
Miðaverð:2.900 kr.
Um viðburðinn

Sóli Hólm hefur verið einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár ásamt því að hafa getið sér gott orð í sjónvarpi og útvarpi. 

Eftir að hafa þurft frá að hverfa um nokkurra mánaða skeið vegna veikinda snýr hann aftur með splunkunýtt uppistand, tilbúinn að draga sjálfan sig og aðra sundur og saman í háði.

Sóli er maður margra radda og má búast við að þjóðþekktir einstaklingar fylgi honum í einhverri mynd upp á svið í kjallaranum á Hard Rock.

Að mæta á þennan viðburð myndi teljast mjög skynsamleg ráðstöfun frítíma.