Tix.is

Um viðburðinn

Guillem Balague, einn þekktasti fótboltaskýrandi heims kemur fram á Ölveri fimmtudaginn 8.febrúar kl. 20:00.

Dagskráin hefst með því að Guðmundur Benediktsson og Guillem ræða um bækurnar hans og viðfangsefni þeirra, félögin og líf Guillem.

Eftir hlé verður farið yfir víðan völl og staðan í dag skoðuð hjá stærstu klúbbum á Englandi, Spáni og rætt ítarlega um íslenska landsliðið og HM 2018.

Að lokum verða opnar umræður og spurningar úr sal.

Húsið opnar kl. 19:30.

Nánar um Guillem Balague

Guillem Balague hefur verið þungamiðjan í umfjöllun Sky Sports um spænska fótboltann síðustu 20 árin. Hann er umsjónarmaður Revista de La Liga ásamt því að vera reglulegur gestur á Sky Sports í hverri viku. Hann er fulltrúi AS, stærsta íþróttablaði Madridarborgar á Englandi.

Efni frá Guillem birtist einnig á yahoo.com ásamt skysports.com. Hlaðvarpið hans „Inside Football“ hefur einnig notið mikilla vinsælda.

Guillem lætur ekki þar við sitja heldur hefur hann einnig skrifað margar bækur um sitt uppáhalds umfjöllunarefni, fótbolta. Bók hans „A Season on the Brink“, fjallar um 2004-2005 tímabilið, en sjónarhornið kemur úr innsta hring þar sem Guillem hefur aðgang að bæði klúbbunum sjálfum og leikmönnum/þjálfurum sem heimsþekktur blaðamaður.

Í nóvember 2012 gaf hann út fyrstu ævisögu Pep Guardiola en hún er byggð á fjölmörgum samtölum milli þeirra, leikmanna sem spilað hafa undir stjórn hans og svo nánustu vina Pep. Bókin var tilnefnd til „Knattspyrnubók ársins 2013“ bæði í Englandi og Þýskalandi.

Árið 2013 endurtók hann leikinn en nú var umfjöllunarefnið Lionel Messi. Bókin var einnig tilnefnd til verðlauna árið 2014 í Englandi.

Svo árið 2015 kom út ævisaga Cristiano Ronaldo sem vann verðlaun sem besta knattspyrnubók Englands og í Póllandi.

Næsta viðfangsefni var Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham, en ævisaga hans kom út haustið 2017.

Guillem hefur skrifað og/eða unnið fyrir The Telegraph, Marca, The Times, The Observer, Talk Sport, BBC, Cadena Ser, 442, World Soccer, Champions magazine, og marga aðra fjölmiðla á Spáni, Englandi og víðs vegar um heiminn.

Guillem hefur nýlega tekið viðtöl við eftirfarandi aðila : José Mourinho, Cristiano Ronaldo, Messi, Pep Guardiola, Manuel Pellegrini, Alex Ferguson, Carles Puyol, Eddie Howe, Juan Mata, Héctor Bellerín, Mikel Arteta, Wayne Rooney, Steven Gerrard, Rafa Benítez, Samuel Etoo, David Villa, David Beckham, Raul, Xavi, Iniesta, Van Nistelrooy, Robben, Frank Lampard, Thierry Henry, Jamie Carragher, Kenny Dalglish, Fernando Torres, Mikel Arteta, Frank Rijkaard, Gianluca Vialli, David Moyes, Xabi Alonso, Harry Redknapp, Mark Hughes, Alex McLeish, Roy Hodgson, Gilberto Silva, Steve McClaren, Alan Curbishley, Nico Kranjcar, ásamt fjöldanum öllum í viðbót.

Guillem útskrifaðist sem blaðamaður frá Universitat Autònoma de Bellaterra (Barcelona) sumarið 1991. Eftir það fluttist hann til Liverpool þar sem hann starfaði sem blaðamaður fyrir elsta dagblað Evrópu, Diari de Barcelona, og fyrir tímaritin Lecturas og Cambio 16.

Árið 1996 var hann ráðinn til Don Balón sem sérfræðingur fyrir enska boltann og 1997 var hann ráðinn til Sky Sports sem sérfræðingur fyrir nýjan þátt um spænska boltann sem svo þróaðist fljótlega út í Revista de la Liga.

Í Revista de la Liga hafa margar af stærstu fótboltafréttum síðustu ára komið fram í dagsljósið, til dæmis :

  • David Beckham til Real Madrid frá Manchester United.
  • Cristiano Ronaldo til Real Madrid frá Manchester United.
  • Fernando Torres til Chelsea frá Liverpool.  
  • Cesc Facebregas til Barcelona frá Arsenal

Sumarið 2013 byrjaði Guillem að sækja sér réttindi til þjálfunar og er nú að ljúka við svokölluð A próf. Guillem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Biggleswade United sem er verkefni sem honum þykir gríðarlaga vænt um.

Guillem hefur einnig gefið út lög með hljómsveitunum Best Boy Grip og Scholes.