Tix.is

Um viðburðinn

Trondheim Sinfonietta (NO)
Between the Air

Trondheim Sinfonietta fagnar nú 20 ára afmæli sínu með framsækinni spektral tónlist eftir norska tónskáldið L. Thoresen og yfirnáttúrulegu stjórnenda-hanska-kerfi Hilmars Þórðarsonar, CONDIS. Gleðskapurinn heldur síðan áfram út í hið óendanlega með verkinu „Main Drag” eftir F. Rzewski.

Trondheim Sinfonietta celebrates their 20th birthday with the expanding Norwegian spectral music of L. Thoresen and Hilmar Thordarsons magical conducting-glove-system CONDIS. Rzewski´s Main drag leads to endless party.

Efnisskrá / Program
Lasse Thoresen: AbUno  (1992) 18’
Hilmar Þórðarson: Kuki no Sukima (2017) 20’
F. Rzewski: Main Drag (1999) 8’  

Stjórnandi / conductor: Halldis Rønning

Hin norska Trondheim Sinfonietta samanstendur af tónlistarfólki sem hefur það að megin markmiði að kanna nýja, ferska og ögrandi tónlist. Á síðastliðnum árum hefur Trondheim Sinfonietta lagt áherslu á að vinna náið með norskum tónskáldum. Úr þessari samvinnu hafa fæðst spennandi verkefni sem eru undir áhrifum af djassi, vögguvísum og austurlenskum- og skandínavískum þjóðlagahefðum. Á sama tíma hefur sveitin flutt verk eftir alþjóðleg tónskáld og má þar nefna HK Gruber, Brett Dean og Steve Reich, sem einnig stjórnuðu sveitinni við þessi tilefni. Árið 2008 vann sveitin til norsku Grammy verðlaunanna og hafa tónleikar þeirra hlotið mikið lof frá bæði gagnrýnendum