Tix.is

Um viðburðinn

The Elblag Chamber Orchestra (PL)
Little Big Music
Tónleikar Elblag kammersveitarinnar með markverðum verkum pólskra samtímatónskálda.

Elblag Chamber Orchestra will provide a concert with Polish music in which audience will find works by outstanding contemporary composers.

Efnisskrá / Program
Grazyna Bacewicz: Concerto for String Orchestra (1948) 14’
Witold Lutoslawski: 5 Folk Melodies for String Orchestra (1945, ork.1952) 5’
Mikolaj Górecki: Divertimento for string orchestra (2009) 12’
Wojciech Kilar: Orawa (1986) 8’
Slawomir Czarnecki: Hombark - Concerto per violino e archi op. 32 (1995) 6’

Elblag kammersveitin er ein yngsta kammersveit Póllands af sinni tegund, en hún var stofnuð árið 2007. Meðlimir sveitarinnar eru hæfileikaríkt, ungt tónlistarfólk, sem hafa útskrifast úr bestu tónlistarakademíum Póllands (Gdansk, Varsjá, Katowice), verðlaunahafar í einleiks- og kammertónlistarkeppnum. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir tónlist og samleikur þeirra í hljómsveitinni er mikilvægt skref í skapandi og listrænni þróunarbraut. Listfengi þeirra er þekkt heimavið og á alþjóðagrundu. Fjölbreyttar, mikilvægar og efnismiklar efnisskrár, með þátttöku þekktra einleikara og hljómsveitarstjóra, með listrænum og menntandi viðburðum í hæsta gæðaflokki setja óhikað svip sinn á svæði Elblag og gera ímynd þess ríkulegri. Verkaskrá þeirra telja klassísk, rómantísk og nútímatónlist, með sérstakri áherslu á pólskri tónlist. Fjölbreytni tónlistarfólksins gerir þeim einnig kleift að fara út fyrir ramma klassíkurinnar. Kammersveitin hefur skipulagt viðburði með listafólki úr ýmsum geirum, m.a. Leszek Mozdzer, Motion tríóinu og strengjakvartettinum Atom. Hljómsveitin tekur reglulega þátt í virtum pólskum og evrópskum tónlistarhátíðum. Síðan 2014 skipuleggur Elblag kammersveitin hátíðina „Pólsk tónlist í Zulawy”, en meginþema hátíðarinnar er að setja ferðamannaslóðina milli gotneskra kirkna í Zulawy í einskonar samtal við pólska tónlist.

www.eok.elblag.eu