Tix.is

Um viðburðinn

Laugardagskvöldið 10. febrúar 2018 kl. 22, verður rokkað feitt og breitt á Hard Rock Café í Reykjavík.

Þá munu sunnarsveitirnar FRÆBBBLARNIR og TAUGADEILDIN ryðja brautina fyrir norðanpiltana í LOST og HELGI OG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR ( HogH ).

Allar þessar hljómsveitir voru stofnaðar og störfuðu með blóma á árabilinu 1980 til 1990 en hafa ýmist lagt sig til langtíma í dvala eða risið upp af og til, kannski með þó nokkrum mannabreytingum. Allar nema HogH sem hafa haldið sama fjögurra manna kjarnanum öll þessi ár og aldrei tekið svo langt hlé að eftir því hafi verið tekið.

En nú verður sviðið tekið af í sumum tilfellum þyngra fólki en jafn hressu og ekki gefin tomma eftir.

Góða skemmtun.