Tix.is

Um viðburðinn

Hulinn heimur. Fimm ný verk opinberuð í Fríkirkjunni á Myrkum föstudegi. Þrír sólistar; Kristinn Sigmundsson bassi, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari sameinast Caput í mögnuðum og fjölbreyttum tónsmíðum.

Efnisskrá / Program

Þráinn Hjálmarsson
Impalpable / Corporeal (2017) 10’
Finnur Torfi Stefánsson
Fiðlukonsert 017 / Violin concerto 017 (2017) 17 ’
Auður Hafsteinsdóttir, einleikari / soloist
frumflutningur / premiere
Veronique Vaka
Fell (2017) 9’
Úlfar Ingi Haraldsson
Sex ljóð úr Eyktir (2017) 10’
fyrir baritón rödd og kammersextett / for bariton and sextet
I. Dagur
II. Leikkassi
III. Næturbjartir glampar
IV. Þá
V. Söknuður
VI. Nóttin hljóðnar
Kristinn Sigmundsson, einsöngvari / soloist
frumflutningur / premiere
Ólafur Björn Ólafsson
Hulið / There is something hidden 10’
Skúli Sverrisson, einleikari / soloist
frumflutningur / premiere
Stjórnandi / conductor: Guðni Franzson

CAPUT hefur talsverða sérstöðu í íslensku tónlistarlífi; var stofnað 1988 og hefur frá upphafi sérhæft sig í flutningi samtímatónlistar. Fjölmörg íslensk tónskáld hafa skrifað verk fyrir Caput og hópurinn flutt og hljóðritað mörg meistarastykki eldri tónskálda en einnig frumsmíðar yngstu tónhöfunda. CAPUT hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi Norðurlandanna og Evrópu, farið í fjölmargar tónleikaferðir og hljóðritað verk Norrænna og Evrópskra tónskálda. Einnig hefur hópurinn farið í tónleikaferðir til Japan, Kína, Bandaríkjanna og Kanada og ávalt flutt verk íslenskra tónskálda í bland við verk samtímatónskálda hverrar þjóðar og heimsins alls. CAPUT er gjarnan talið meðal helstu flytjenda samtímatónlistar í Evrópu og hefur sem Íslenskur hópur, haft það að leiðarljósi að kynna Íslenska tónlist á alþjóða vettvangi. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölda Norrænna og alþjóðlegra samstarfsverkefna, komið fram á tónlistarhátíðum s.s. Holland Festival, Gulbenkian Festival, Warsjárhaustinu og fl. og hljóðritað tónlist fyrir mörg alþjóðleg útgáfufyrirtæki, þ.á.m. BIS í Svíþjóð, Naxos og Deutsche Grammophon.