Tix.is

Um viðburðinn

Ahhh

Ástin er að halda jafnvægi
Nei fokk
Ástin er að detta

Ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysur ástarinnar.  Með texta Elísabetar Jökulsdóttur að vopni, mun RaTaTam syngja, dansa og leika sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna. 

Í textum Elísabetar er löngun manneskjunnar eftir ást í forgrunni.  Löngunin í að tilheyra, vera elskaður og fá að elska. Þrá og löngun líkamans í að vera uppfullur af fiðringi og spenningi fyrir annarri manneskju. Elísabet hefur þann einstaka hæfileika að fjalla um hluti sem við öll könnumst við á mannlegan og heiðarlegan hátt.

RaTaTam leikur sér með texta og ljóð hennar, innbyrðir, opnar og leikur með þau í kabarett og leikhús formi. Húmorinn, líkaminn, röddinn og ástin fær að ráða för í þeim leik.

Leikstjórn: Charlotte Bøving
Textar og ljóð: Elísabet Jökulsdóttir
Leikmynda og búningahönnun: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist: RaTaTamTónlistarstjórn: Helgi Svavar Helgason
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir
Tæknileg aðstoð: Stefán Ingvar Vigfússon
Leikarar: Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir, Laufey Elíasdóttir
Ljósmyndun: Saga Sigurðardóttir
Grafísk hönnun: Alexandra Baldursdóttir
Myndbönd: Ragnar Hansson
Framkvæmdastjórn: Gríma Kristjánsdóttir
Aðstoð við framleiðslu: Íris Stefanía Skúladóttir