Tix.is

Um viðburðinn

Hann keyrir gamlan Chrysler yfir eyðimörkina

til að afhenda dularfullan pakka..

 

Næturfundir á vegamóteli

og pakkinn sjálfur

fá hann til að draga í efa

efnið sem veruleiki hans er spunnin úr.

 

Dökkur húmor, heimur töfrum hulinn og óvæntar söguflettur er baksvið The Pain Tapestry, skrifað af ensk-armenska skáldinu Baret Magarian.  Baret hefur skrifað sem blaðamaður fyrir The Times, The Guardian, The Independent, The Observer og skáldskap í World Literature today.  Hans fyrsta skáldsaga The Fabrications hefur fengið frábæra dóma í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Í umsögn The New Statesman segir ma: : "The Fabrications is big, bold...entertaining, Faustian ... it captures the absurdity of contemporary culture and society."  

Sýningin verður leikin á ensku af leikaranum Páli Sigþóri Pálssyni, og er leikstýrt af Rúnari Guðbrandssyni.

Páll Sigþór á rætur sínar í tilraunakenndu götuleikhúsi á Íslandi en þjálfaði og starfaði við leiklist á Englandi um áraraðir. Hann hefur verið lykilmeðlimur í The Rude Mechanical Theatre Company síðan árið 2000, og hefur ferðast með þessum farandleikhópi um England með þeirra frumsömdu verk sem eru innblásin af Commedia dell´Arte. Þá hefur hann komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og mynda t.d. sem Vladimír í Stundinni okkar, rónagangsterinn Bjarni Bensín í Hlemmavídeó og sem sænskur kafteinn í BBC þáttunum Call The Midwife.

Rúnar er gamalreyndur leikstjóri, leikari og kennari sem hefur leikið og stýrt síðan á sjöunda áratugnum. Hann hefur verið ein helsta driffjöðurin að baki tilraunaleikópsins Lab Loka síðan árið 1992 og hefur leikstýrt fjölda leiksýninga með þeim og öðrum ásamt því að vera leiklistarkennari hjá Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands. Páll og Rúnar þekkjast frá fornu fari.

Haukur Valdimar Pálsson sér um hljóð, lýsingu og myndefni í sýningunni. Hann er reyndur kvikmyndagerðarmaður, klippari, dansari og bassaleikari í ýmsum dauðarokkssveitum, einna þekktust er sveitin Andlát.

The Pain Tapestry (La Tela del Dolore) var frumsýnt í Puccini leikhúsinu í Flórens í október 2016 þar sem það var leikið fyrir fullum húsum og fékk einróma lof gagnrýnenda. Það er nú á fjölunum í Turin með hinum frábæra Roberto Zibetti í aðalhlutverki.