Tix.is

Um viðburðinn

Til heiðurs George Michael
Tónleikar í Hofi 10. mars 2018 kl. 20:00
- Miðasala hefst 2. febrúar kl. 12:00

Vegna fjölda áskoranna flytur stórskotalið Rigg viðburða bestu lög George Michael og Wham í HOFI, í minningu hans.

George Michael lést á jóladag 25. desember 2016 aðeins 53 ára að aldri. Hann skaust upp á stjörnuhimininn snemma á níunda áratugnum í dúettnum WHAM. Síðar hóf hann sinn glæsilega sólóferil sem náði hæstu hæðum með metsöluplötunni FAITH sem innihélt marga af hans stærstu smellum eins og Faith, One More Try, Father Figure, Kissing A Fool og fl. 

Það er ekki ólíklegt að stemningin verði rafmögnuð þegar fleiri smellir á borð við Everything She Wants - Freedom - Outside - Careless Whisper - Wake Me Up - I’m Your Man munu hljóma á þessu magnaða kvöldi.

Allir listamennirnir sem koma fram eru miklir aðdáendur tónlistarmannsins. 

Fram koma: 

Söngur: Friðrik Ómar
Raddir og söngur: Regína Ósk, Margrét Eir og Erna Hrönn
Trommur: Benedikt Brynleifsson
Slagverk: Einar V. Scheving
Bassi: Róbert Þórhallsson
Gítar og raddir: Kristján Grétarsson
Hljómborð og raddir: Ingvar Alfreðsson
Saxofónn og slagverk: Sigurður Flosason
Trompet og hljómborð: Ari Bragi Kárason

Dansarar undir stjórn Birnu Björnsdóttur
Einnig bregður fyrir leynigesti!

Hljóðmeistari: Haffi Tempó
Ljósameistari: Helgi Steinar 

Til heiðurs George Michael í Hörpu