Tix.is

Um viðburðinn

Stockfish Film Festival fer fram í fjórða sinn í Bíó Paradís dagana 1.-11. mars 2018.

Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim verðlaunakvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis auk þess sem hún stendur fyrir fjölda viðburða sem og heimsóknum erlendra fagaðila í kvikmyndagerð.

Stockfish kvikmyndahátíðin opnar fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað og er tækifæri fyrir reykvíska áhorfendur að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð í heiminum í dag. Hátíðin er samstarfsverkefni allra fagfélaga í kvikmyndagreinum á Íslandi.

Verðið á hátíðarpassa er einungis 10.900 kr., en hann veitir aðgang að öllum sýningum og viðburðum hátíðarinnar á meðan húsrúm leyfir. Auk þess veitir passinn frábæra afslætti hjá samstarfsaðilum hátíðarinnar á meðan hún stendur yfir. Klippikort er einungis á 4.800 kr., en hann veitir aðgang að fjórum sýningum hátíðarinnar.

Hægt verður að sækja passa og klippikort í Bíó Paradís þegar nær dregur hátíð. Sækja þarf miða í Bíó Paradís fyrir sýningar. 

Fylgist með á heimasíðu og Facebook síðu hátíðarinnar;
www.stockfishfestival.is
Facebook.com/stockfishfilmfestival