Tix.is

Um viðburðinn

Salsakommúnan blæs til nýársdansleiks í Iðnó laugardagskvöldið 6. janúar kl. 20. Á tónleikunum mun sveitin leika lög af sinni fyrstu breiðskífu, sem verið er að leggja lokahönd á þessa stundina, í bland við aðra valinkunna salsaslagara. Áður en sveitin stígur á svið verður boðið upp á salsadanskennslu frá Salsa Iceland og eru áhugasamir hvattir til að mæta snemma til þess að liðka mjaðmirnar og læra sporin.


Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir námsmenn og eldri borgara.


Salsakommúnan er hljómsveit sem leikur kröftuga, dansvæna tónlist undir áhrifum frá tónlistarhefðum Suður-Ameríku. Stofnun sveitarinnar átti sér langan aðdraganda en var almennilega hrint í af stað haustið 2016. Síðan þá hefur hún gefið út smáskífur, leikið á tónleikum og mun á næsta ári gefa út sína fyrstu breiðskífu. Allir textar sveitarinnar eru frumsamdir og á íslensku sem færir tónlist af þessu tagi nær íslenskum áheyrendum. Um leið eru textasmíðarnar undir áhrifum töfraraunsæisins, sem einkennir bókmenntir Suður-Ameríku, í bland við íslenskan veruleika og er með þessu móti leitast við að etja saman þessum ólíku menningarheimum á nýstárlegan hátt.