Tix.is

Um viðburðinn

ERTU KLÁR Í STÆRSTA HLAUP Í HEIMI?

Taktu þátt í óviðjafnanlegri 5km langri skemmtun sem á sér enga hliðstæðu með 10 risahindrunum. Þú munt hlaupa, hoppa og skoppa í gegnum brautina, allt í nafni góðrar skemmtunar í góðum hópi. Það sem gerir Gung-Ho! frábrugðið öðrum skemmtihlaupum er safn stórkostlegustu uppblásnu hindrana í heimi.

Almennt miðaverð er nú 6.666 kr
All access miði 7.777 kr. = Farðu í hvaða ráshólf sem hentar og farðu eins oft og þú vilt í gegnum brautina.
Uppfæra í All access 1.111 kr. = Uppfærðu miðann þinn í all access og hlauptu hvenær sem þú vilt eins oft og þú vilt.
Fyrir þá sem þegar hafa verslað almennan miða geta farið í kvittunina sína og uppfært miðann sinn þar með því að velja "Meira" og "Uppfærsla"
ATH er aðeins ætlað þeim sem hafa þegar keypt almennan miða.


Tryggðu þér miða í tíma – Uppselt í fyrra!

Rástímar á 15 mínútna fresti
Ræst er út í 250 manna hópum á 15 mínútna fresti í Gung-Ho! Þú velur hvenær þú og þinn hópur leggur af stað en fyrsti ráshópur fer af stað kl. 11:00.

Allir taka þátt
Gung-Ho! er fyrir alla og hlaupaform skiptir litlu máli því þú þarft ekki að vera í neinni þjálfun til að geta tekið þátt í gleðinni. Allir sem vilja geta verið með. Það er ekkert aldurstakmark í skemmtunina en þátttakendur yngri en 7 ára gætu þurft hjálp í gegnum sumar þrautirnar. Börn undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum í brautinni.
Þátttakendur geta hlaupið einir sér eða í smærri hópum og sumir hlaupa með ákveðinn tilgang. Hvort sem þú ert gamall brokkari eða crossfit stjarna þá mun Gung-Ho! verða eftirminnilegustu 5km í þínu lífi!

Svona fer hlaupið fram
Þetta snýst ekki um að hlaupa brautina á sem skemmstum tíma heldur að hlaupa á þeim hraða og tíma sem þér finnst hæfilegt og gaman. Taktu þér þinn tíma í gleðina. Njóttu frekar en að flýta þér því Gung-Ho! er ekki kapphlaup heldur hlaup þar sem þúsundir þátttakenda skemmta sér konunglega og hleypa út barninu í sjálfum sér.

5km af uppblásnum hindrunum í stærsta hlaupi í heimi
Gung-Ho! hóf göngu sína í Bretlandi árið 2015 og varð umsvifalaust ein stærsta viðburðaserían þar í landi með tugþúsund þátttakendur á hverju ári. Í sumar er Gung-Ho! haldið í annað sinn á Íslandi en í fyrra var uppselt í hlaupið.

Vinamlegast athugið að með því að kaupa miða samþykkir þú skilmála Gung-Ho.

Skilmálar Gung-Ho!