Tix.is

Um viðburðinn

Þann 18. apríl nk (Síðasta vetrardag) mun Bubbi í fyrsta skipti flytja ásamt hljómsveit og í heild sinni 2 af sólóplötum sínum.  Það  sem meira er og er fréttnæmt er að hann mun flytja öll lögin í upprunalegu útgáfunum eins og þau koma fyrir á plötunum.  Bubbi valdi plöturnar Kona sem kom út árið 1985 og Sögur af landi sem kom út 1990.  Þær eru báðar taldar til stærri meistaraverka Bubba og eru þar mörg af hans þekktustu og vinsælustu lögum í bland við minna þekkt en frábær lög. Af þekkustu lögunum má nefna t.d. Rómeó og Júlía, Talað við gluggan, Systir minna auðmýktu bræðra, Stúlkan sem starir á hafið, Syneta, Fjólublátt flauel svo einhver séu nefnd.

HLJÓMSVEITIN
Bubba til halds og trausts á sviði  eru þeir sem hvað lengst og mest hafa spilað með honum í gegn um áratugina og eru með okkar allra bestu
tónlistarmönnum.  Þeir eru partur af sögu Bubba og hafa komið nálægt fjölda verkefna hans.  Þessir mætu menn eru:

Eyþór Gunnarsson Hljómborð og hljómsveitastjórn
Guðmundur Pétursson Gítar
Jakob Smári Magnússon  Bassi

Með þeim á sviði verða  svo fleiri tónlistarmenn sem kynntir verða síðar.

PLÖTURNAR
Hér að neðan eru lögin á plötunum og þeir sem komu að þvi að gera þær að veruleika.

KONA-ÚTGÁFUÁR
(1985)

Frosin gríma, Talað við gluggann, Kona, Söngurinn hennar Siggu, Seinasta
augnablikið, Rómeó og Júlía, Eina nótt í viðbót,  Systir minna auðmýktu bræðra, Sandurinn í glasinu, Spegillinn í bréfinu

FLYTJENDUR
Bubbi Morthens:
söngur, gítar, munnharpa
Tómas M.
Tómasson: bassi, hljómborð, ásláttur
Ásgeir Jónsson:
trommur
Jens Hansson:
saxófónn
Guðmundur
Ingólfsson: harmóníka
Arnþór Jónsson:
selló
Kormákur
Geirharðsson: trommur
Jón Gústafsson:
hljómborð.

ANNAÐ
Upptökur fóru
fram í Mjöt hljóðverinu á tímabilinu 2. janúar  til 15. janúar og 4. mars
– 10 maí 1985
Útsetningar Bubbi
Morthens, Tómas M. Tómasson og Ásgeir Jónsson
Upptökustjórn:
Tryggvi Herbertsson, Tómas M. Tómasson, Ásgeir Jónsson, Jón Gústafsson
Hljóðblöndun:
Tómas M. Tómasson og Ásgeir Jónsson
Hönnun albúms:
Inga S. Friðjónsdóttir.

Sögur af landi – (1990)
Sonnetta, Laugardagsmorgun, Vals fyrir Brynju, Fjólublátt flauel, Að eilífu ung,  Blóðbönd. Síðasti örninn, Stúlkan sem starir á hafið, Guli flamingóinn
Syneta, Í kvöld er talað fátt, Sú sem aldrei sefur, Hann er laxveiðisjúklingur og veit ekki af því

FLYTJENDUR
Bubbi Morthens: hljómgítar, söngur, raddir
Christian Falk: rafgítar, hljómgítar, bassi, trommur, hljómborð, forritun
Hilmar Örn Hilmarsson: hljómborð, hljóðgervlar, forritun
Sævar Sverrisson: raddir
Einar Kristjánsson: klassískur gítar
Martial Neredau: þverflauta
Oliver Manoury: bandonéon (argentísk harmóníka)
Reynir Jónasson: harmóníka
Össur Geirsson: básúna
Þorsteinn Magnússon: rafgítar
Eiríkur Örn Pálsson: trompet
Guðni Franzson: klarinett
Guðlaugur Óttarsson: rafgítar
Tómas M. Tómasson: bassi
Bergþór Morthens: rafgítar
Haraldur Þorsteinsson: bassi.

ANNAÐ
Upptökustjóri: Christian Falk
Aðstoðarupptökustjóri: Hilmar Örn Hilmarsson
Útsetningar: Bubbi Morthens, Christian Falk og Hilmar Örn Hilmarsson
Upptökustjóri og útsetningar á Stúlkan sem starir á hafið og Hann er laxveiðisjúklingur: Hilmar Örn Hilmarsson
Upptökumaður: Ken Thomas, Hilmar Örn Hilmarsson. Hljóðritað og hljóðblandað í Grjótnámunni í 30. júlí – 16. ágúst 1990, nema Stúlkan sem starir á hafið, hljóðritað í Hljóðrita í september 1990.

Umsjón: Prime Umboðsskrifstofa