Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikar Fóstbræðra 2017.

Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika í Langholtskirkju miðvikudaginn 20. desember klukkan 20.00.

Flutt verða íslensk og erlend jólalög.

Söngstjóri: Árni Harðarson.
Píanóleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Gestasöngvarar: Auður Gunnarsdóttir og Högni Egilsson

Verð aðgöngumiða 3.500 kr. Miðasala á tix.is

Karlakórinn Fóstbræður mun nú halda jólatónleika sína í Langholtskirkju spölkorn frá Fóstbræðraheimilinu. Yfirskrift tónleikana „Stafa frá stjörnu“ er sótt í jólasálm Matthíasar Jochumssonar sem Árni Harðarson söngstjóri Fóstbræðra hefur samið lag við. Það lag var jólalag Ríkisútvarpsins árið 1998 í flutningi kórsins og er nú orðinn fastur liður á efnisskrá hans á aðventunni.

Högni Egilsson verður sérstakur gestasöngvari á tónleikunum í Langholtskirkju ásamt Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu. Á hátíðlegri efnisskrá tónleikanna eru hefðbundin innlend og erlend jólalög í bland við efni sem sjaldnar heyrist.