Tix.is

Um viðburðinn

ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!
AUKATÓNLEIKAR SAMA DAG KL 22:30 KOMNIR Í SÖLU

Hljómsveitin Írafár kemur nú saman í fyrsta skipti í 12 ár og heldur stórtónleika í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar.  Óhætt er að segja að hljómsveitin hafi slegið í gegn á sínum tíma þegar fyrsta lag hljómsveitarinnar kom út árið 2000 en í kjölfarið fylgdu geislaplöturnar þrjár, Allt sem ég sé, Nýtt upphaf og Írafár sem samanlagt hafa selst í um 40 þúsund eintaka.  Fyrsta geislaplatan, Allt sem ég sé sló öll met á sínum tíma en hún seldist í um 18 þúsund eintökum á aðeins nokkrum vikum, enda inniheldur hún smelli á borð við Fingur, Ég sjálf, Eldur í mér, Allt sem ég sé og Hvar er ég.

 Sveitin gaf út hvern smellinn af fætur öðrum á sínum tíma og naut mikilla vinsælda, ekki síst söngkona hljómsveitarinnar Birgitta Haukdal og gítarleikarinn, söngvarinn og lagahöfundurinn Vignir Snær Vigfússon.

 Því miður verður ekki hægt að bæta við tónleikadögum og er því aðeins um þessa einu dagsetningu að ræða og hvetjum við því alla aðdáendur sveitarinnar að tryggja sér miða um leið og miðasala hefst, 12.desember kl:12:00, inn á harpa.is eða tix.is.

Það er gríðaleg spenna hjá Írafársflokknum fyrir þessum glæsilega viðburði og jafnframt mikið tilhlökkunarefni að hittast á ný, enda býr hluti hljómsveitarinnar erlendis og því hefur hópurinn ekki komið saman í langan tíma.

Umsjón: Vinir Hallarinnar ehf