Tix.is

Um viðburðinn

Þá er loksins komið að því. Frá þeim sömu og færðu þér Alice In Chains, Pearl Jam og Nirvana heiðurstónleikana verður haldin sérstök Soundgarden Rokkmessa með áherslu á að heiðra forsprakkann og Íslandsvininn Chris Cornell sem lést fyrir aldur fram í maí 2017.

Allar helstu þrumurnar frá þessari þrusu grugg sveit ásamt eldingum frá ferli Chris Cornell fá að hljóma á Soundgarden Rokkmessunni. 

Söngur / Gítar: Einar Vilberg
Gítar / Söngur: Franz Gunnarsson
Bassi / Söngur: Jón Svanur Sveinsson
Trommur: Kristinn Snær Agnarsson

Sérstakir gestir verða kynntir síðar á Facebook síðu viðburðarins..

20 ára aldurstakmark