Tix.is

Um viðburðinn

Strákarnir okkar eru í lokaundirbúningi fyrir EM í Króatíu sem hefst næstkomandi janúar.

Síðasti heimaleikur liðsins verður í Laugardalshöll miðvikudaginn 3. janúar gegn Degi Sigurðssyni og félögum í Japan. Dagur varð Evrópumeistari með þýska landsliðið á EM í Póllandi fyrir tæpum tveimur árum en tók svo við því japanska fyrir rétt tæpu ári síðan.

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari Íslands, er að móta ungt og spennandi lið í bland við reynslubolta eins og fyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson og Aron Pálmason, sem nýlega gekk til liðs við stórlið Barcelona.

Það verður því virkilega fróðlegt að sjá strákana okkar gegn japanska landsliðinu miðvikudaginn 3. janúar kl. 19.30. 

Miðaverð er 2500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn 6-15 ára.

Kveðjum strákana með stæl, áfram Ísland!