Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Auðn hefur látið mikið á sér kræla að undanförnu með kröftugri sviðsframkomu sinni hérlendis sem erlendis á undanförnum misserum.

Auðn gáfu út hljómplötu á dögunum sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda og af þessu tilefni verða haldnir útgáfutónleikar þann 13. janúar næstkomandi. Tónleikarnir verða í hinu sögufræga húsi IÐNÓ við Reykjavíkurtjörn og góðir gestir frá Færeyjum verða þeim til halds og trausts, en hljómsveitin Hamferð sem flestir þungarokksunnendur á Íslandi ættu vel að þekkja koma einnig fram, þeir stefna á útgáfu deginum fyrir tónleikana og góðar líkur eru á því að nýtt efni fái að hljóma í bland við gamalt.

Miðaverð 2.000 kr í forsölu á tix.is en 3.000 kr við hurð á meðan húsrúm leyfir.


Húsið opnar klukkan 20.00 en tónleikar hefjast klukkan 21.00


Fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitirnar skoðið eftirfarandi hlekki:

Auðn
https://www.facebook.com/audnofficial/
http://www.season-of-mist.com/bands/au%C3%B0n


Hamferð
https://www.facebook.com/Hamferd/
http://www.metalblade.com/hamferd/