Tix.is

Um viðburðinn

Bob Marley afmælis-Tribute tónleikar í Eldborg.

23:59 Productions í samstarfi við Vodafone kynna KY-MANI-MARLEY sem heldur tónleika í fyrsta sinn á Íslandi í Hörpu þann 26. janúar 2018.

Ky-Mani Marley er næstyngsti sonur reggí goðsagnarinnar Bob Marley og ætlar að heiðra minningu föður síns á afmæli hans með tónleikaferð sem hefst á Íslandi þann 26. janúar 2018 en Bob Marley var fæddur 6. febrúar 1945. Ky-Mani Marley mætir ásamt hljómsveit sinni hingað til lands þar sem þeir flytja lögin sem Bob Marley gerði ódauðleg, ásamt einhverjum lögum frá syninum. Eftir tónleikana í Hörpu  verður tónleikaferðinni framhaldið í Mið-Austurlöndum og Afríku þar sem tónlistin sem Bob Marley gerði ódauðlega mun vera í hávegum höfð.

Marleynafnið er orðið eins og vörumerki Jamaíka og reggítónlistarinnar, það er löngu orðið heimsfrægt og stendur fyrir brautryðjanda menningarlegrar, pólitískrar og félagslegrar byltingar. Reggígoðið og goðsögnin Bob Marley heillaði heimsbyggðina með sígildum hljómum og skilaboðum sem halda áfram að hvetja og hafa áhrif á áheyrendur enn þann dag í dag. Arfleið Bob Marley og ástríða hans fyrir tónlistinni hefur lifað áfram í gegnum ættingja hans sem hafa haldið nafni hans á lofti.

Umsjón: 23:59 Productions