Tix.is

Um viðburðinn

Kæru nördar,

Árið 1987 var Nörd stofnað, og er þetta frábæra nemendafélag því hvorki meira né minna en 30 ára í ár. Í tilefni þessa merka viðburðs hefur verið ákveðið að stofna til veislu. Þar munu saman koma núverandi og fyrrverandi meðlimir Nörd, ásamt kennurunum sem kenndu þeim.

Á dagskrá verður rölt niður veg minninga, þar sem gamlar myndir og myndbönd verða sýnd, ásamt því að nemendur og kennarar segja reynslusögur af Nörd. Einnig verður haldin nördaleg spurningakeppni, tónlist spiluð, og margt fleira sem mun gleðja hvert einasta nördahjarta. Fljótandi veitingar verða svo í boði fyrir þá sem vilja.

Þessi viðburður er kjörið tækifæri til að rifja upp gamla tíma, hitta vini og kennara úr náminu, til að kynnast nýju fólki innan tölvunarfræðigeirans og, síðast en ekki síst, til að eiga stórskemmtilegt kvöld í góðum nördahóp!