Tix.is

Um viðburðinn

Myndin byggist aðalega á viðtölum við alla helstu keppendur, keppnishaldara og aðstandendur torfærunar síðastliðin 50 ár sem og blaðagreinum og myndböndum. Torfæra er ein vinsælasta íslenska íþróttin og hefur verið það síðustu áratugi. Fyrsta keppnin var haldin í Mosfellsdal árið 1965 en margt hefur breyst í torfærunni síðan. Á fyrstu árunum kepptu menn á algjörlega óbreyttum jeppum og voru þrautirnar gerðar eftir því, ólíkt þverhníptu brekkunum sem að sérsmíðuðu torfærutrukkarnir í dag keyra upp. Í myndinni er saga torfærunar rakin og fjallað um allar helstu breytingarnar sem urðu á þessum rúmu 50 árum sem keppt hefur verið í greininni.